Slysavarnardeildin Vörn
sksiglo.is | Almennt | 06.09.2013 | 11:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 316 | Athugasemdir ( )
Slysavarnardeildin Vörn gaf Björgunarsveitinni Strákum talstöðvar.
Slysavarnardeildin Vörn stóð fyrir söfnun til þess að kaupa talstöðvar fyrir Björgunarsveitina Stráka. Söfnunin fólst í því að ganga í hús og selja blóm og gekk sú söfnun vel og fór allur ágóði söfnunarinnar í þetta góða málefni .
Talstöðvarnar voru svo afhentar Björgunarsveitinni Strákum síðastliðinn miðvikudag.
Katrín Andersen sendi okkur þessa mynd frá afhendingu talstöðvanna og þökkum við henni kærlega fyrir.
Athugasemdir