Ungmennin í Ungmennafélaginu Glóa sópa að sér verðlaunum
sksiglo.is | Almennt | 07.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 216 | Athugasemdir ( )
Aldursflokkamót UMSE á Akureyri fór fram í síðustu viku
Þar voru krakkar frá Ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði að keppa og það er óhætt að segja að þeim hafi gengið
ljómandi vel.
Elín Helga keppti í 2 greinum í flokki 12-13 ára stúlkna og vann gullverðlaun í þeim báðum.
Elín Helga vann gullverðlaun í sleggjukasti og kringlukasti. Í sleggjunni setti hún jafnframt siglfirskt aldursflokkamet.Auk þess sigraði hún í spjótkasti og hlaut brons í 60 metra grindahlaupi þar sem hún bætti aldursflokkamet sitt frá síðasta móti.
Björgvin Daði hélt uppteknum hætti og sankaði að sér verðlaunum í
flokki 14-15 ára stráka, þar sem hann er á yngra ári. Hann hlaut silfurverðlaun í hástökki og 100 metra grindahlaupi, brons í
langstökki og varð 4. í spjótkasti. Hann setti siglfirsk aldursflokkamet í öllum greinunum og er meðal 5 bestu á landinu í sínum
aldursflokki í öllum þessum greinum og fleirum til.
Auk
þess vann hann til gullverðlauna í 600 metra hlaupi í sínum flokki, 14-15 ára stráka, þar sem hann er á yngra ári. Hann
hljóp nær keppnislaust á frábærum tíma 1:35.98 mín. sem er bæði félagsmet hjá Glóa og siglfirskt aldursflokkamet og er
einnig fjórði besti tími sem 14 ára strákur hefur hlaupið á frá upphafi á landinu samkvæmt afrekaskrá
Frjálsíþróttasambandsins.
Í 100 metra hlaupi varð hann í 3. sæti eftir hörkuspennandi hlaup og setti þar einnig félagsmet hjá Glóa og siglfirskt
aldursflokkamet, hljóp hann á 7. besta tíma sem náðst hefur í hans aldursflokki á árinu, 12.82 sek, þrátt fyrir töluverðan
mótvind.
Í kúluvarpi náði hann ekki alveg sínu besta og hafnaði í 5. sæti.
Amalía Þórarinsdóttir, 9 ára, keppti í kúluvarpi með 10-11 ára stelpum og nældi sér þar í silfurverðlaun
með kasti upp á 6,25 metra sem er 25 sm lengra en nokkur 9 ára stúlka hefur kastað á landinu frá upphafi samkvæmt afrekaskrá
Frjálsíþróttasambandsins.
Upplýsingar fengust frá Þórarni Hannessyni.
Glæsilegur árangur hjá krökkunum.
Hér er heimasíða Glóa þar sem er farið ýtarlegar yfir keppnina.
Þórarinn sendi okkur nokkrar myndir af þessum hörkuduglega unga fólki sem býr í Fjallabyggð.
Athugasemdir