Eyþór Ingi syngur Siglufjörð
sksiglo.is | Almennt | 03.02.2013 | 22:08 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 620 | Athugasemdir ( )
Hér er myndband sem gert var síðastliðið sumar, með nýrri útsetningu af laginu Siglufjörður eftir Bjarka Árnason.
Útsetninguna gerði Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eyþór Ingi "Eurovisionfari" söng, Jón Steinar Ragnarsson tók myndirnar, Stefanía Thors klippti, Gunnar Smári var til aðstoðar á tökustað, og Róbert Guðfinnsson framleiddi.
Það var Siglfirðingurinn Birgir Ingimarsson hjá Taktík sem hafði frumkvæði að því að ráðist var í þetta metnaðarfulla verkefni.
Athugasemdir