FÁÐU JÁ!

FÁÐU JÁ! Allir vita að nei þýðir nei. Flestir vita að þögn er ekki það sama og samþykki. En eru allir vissir um að þeir eigi að fá já áður en þeir stunda

Fréttir

FÁÐU JÁ!

Myndin er tekin af faduja.is
Myndin er tekin af faduja.is

Allir vita að nei þýðir nei. Flestir vita að þögn er ekki það sama og samþykki. En eru allir vissir um að þeir eigi að fá já áður en þeir stunda kynlíf?

Almennt um verkefnið

Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

 

Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Í nóvember 2011 fól ríkisstjórnin verkefnisstjórn með fulltrúum úr innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við ákvæði í samningnum. Alþingi veitir fjármagn í þessa vitundarvakningu sem beinist að börnum, fólki sem starfar með börnum og réttarvörslukerfinu. 

Fáðu já! er eitt af þeirra verkefna sem fékk styrk á vegum vitundarvakningarinnar og er miðað að 10. bekk grunnskóla. Annað fræðsluverkefni sem einnig nýtur styrks á vegum vitundarvakningarinnar er Brúðuleikhús Blátt Áfram, sem sýnir leikverkið Krakkarnir í hverfinu fyrir nemendur í 2. bekk um land allt. Frekari upplýsingar er að finna á www.vel.is/vitundarvakning

Nánar á faduja.is


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst