Feikna fjör á Þorrablóti KKS

Feikna fjör á Þorrablóti KKS   Súrir pungar, hangandi kjöt, harðfiskur og slátur.Hámandi hákarl, selshreifar og pung, brennivín, brandara og

Fréttir

Feikna fjör á Þorrablóti KKS

Þorrahlaðborðið aldei glæsilegra. Ljósmyndari FYK
Þorrahlaðborðið aldei glæsilegra. Ljósmyndari FYK
 
Súrir pungar, hangandi kjöt, harðfiskur og slátur.
Hámandi hákarl, selshreifar og pung,
brennivín, brandara og organdi hlátur.

Frábær matur, fljótandi drykkir og kröftugir brandarar voru það helsta sem einkenndi árlega blótun Þorrans hjá Karlakór Siglufjarðar. Um 360 manns mættu í kræsingarnar, hver öðrum kátari.


Finna Hauks brást ekki bogalistin í veislustjórninni og reytti af sér brandarana meðan soltinn mannskapurinn réðst að veisluborðinu og tætti í sig gómsætan súrmatinn. Einhverjir laumuðu sér þó fram hjá því súra og héldu beint í það „óskemmda“ eins og sumir kjósa að kalla það.

Ægir og Biddý tóku saman lagið eins og frá fyrri árum með góðum undirtektum úr sal og háð var söngkeppni milli borða, en dómurinn féll þó ekki.

Þegar borðhaldið var langt komið og mannskapurinn búinn að troða vel í sig af auðmeltanlegum súrmatnum tróðust Fílapenslarnir á svið og héldu upp mikilli stemmningu meðan Karlakórinn fjarlægði veisluborðið og gerði tilbúið fyrir ballið.

Félagarnir í Max héldu síðan upp stuði fram á rauða nótt en veislugestir áttu kost á að lauma sér í veisluborðið sem komið hafði verið fyrir undir vegg við hlið dansgólfsins.


















Súrir pungar, hangandi kjöt, harðfiskur og slátur.

Hámandi hákarl, selshreifar og pung,
brennivín, brandara og organdi hlátur.

Svínasulta, rófustappa, lundabaggi og svið.
Bringukolla, magáll og rúg brauð með síld.
Á ballinu dansað og rekið svo við,
súrmatsins lyktin orðin duglega fýld.


Höf. Óþekkur


Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst