Ferðatröll

Ferðatröll Ferðatröll er félag um ferðamál og ferðaþjónustu á Tröllaskaga og var haldinn fundur á Hótel Brimnesi miðvikudaginn 15. janúar. Fundurinn var

Fréttir

Ferðatröll

Ferðatröll er félag um ferðamál og ferðaþjónustu á Tröllaskaga og var haldinn fundur á Hótel Brimnesi miðvikudaginn 15. janúar. Fundurinn var um málefni Ferðatrölla og hvað er á döfunni á næstunni.

Farið var yfir ferðamálin og hvað mætti bæta og betur fara þegar upplýsingar og þjónusta fyrir ferðamenn eru annars vegar.

Fyrirhugað er að gera vefsíðu fyrir ferðaþjónustuna á Tröllaskaga sem þá verður unnin í samvinnu við sveitastjórnir Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Búið er að funda með sveitastjórnum og atvinnufulltrúum sveitafélaganna og erindi hefur verið sent inn til bæjaryfirvalda í báðum sveitafélögum þess efnis sem hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá báðum sveitafélögum.

Vefsíðan á að sameina ferðaþjónustuaðila og þjónustuaðila í þessum sveitafélögum á einni síðu sem svo beinir inn á heimasíður viðkomandi þjónustuaðila og gjaldið fyrir að vera með tengil á síðuna er mjög vægt að mínu mati.

Eins er markmið síðunnar að koma Tröllaskaga almennilega á kortið.

Ég hafði samband við Frey Antonsson hjá Artic Sea Tours sem býður upp á hvalaskoðun og er staðsett á Dalvík. Freyr er einn af þeim sem er í forsvari fyrir Ferðatröll og spurði hann af hverju það væri verið að fara í svona viðamikið verkefni á þessum tímapunkti.

Freyr segir að ferðaskrifstofur, erlendar og innlendar, hafa átt auðvelt með að hunsa þetta svæði vegna þess að þau vita ekki hversu fjölbreytt þjónusta er á svæðinu. Að hluta til má kenna því um að þjónustan er ekki listuð upp á einum stað heldur þarf að fara á margar vefsíður og leita til að fá yfirsýn yfir þjónustana og möguleikana. Þessu þarf að breyta og sameiginleg erum við sterkari en sundruð. Það kemur þó fram hjá leiðsögumönnum og ferðskrifstofum að leitað er að nýjum og spennandi möguleikum í ferðaþjónustu sem er utan þjóðvegar 1. 

Persónulega lýst mér vel á þetta verkefni og vonandi verður þetta að veruleika sem fyrst en til þess að þetta gangi upp þarf að vera samstaða hjá þeim aðilum sem sjá sér hag í því að ferðaþjónustan nái að byggjast vel upp á Tröllaskaga.

Mér persónulega fannst vera svolítið fámennt á fundinum miðað við það að við erum að sigla hraðbyr í átt að mikilli aðsókn ferðamanna á svæðið og mætingar á nákvæmlega svona fundi er eitthvað sem þarf nauðsynlega að bæta úr ef vel á að takast til með ferðaþjónustuna.

Mættir voru á fundinn:

Freyr og Silja hjá Artic Sea Tours 
www.arcticseatours.is

Miriam hjá Gistihúsinu Skeið
www.thule-tours.com

Heiða hjá Vegamót Gisting  
www.vegamot.net 

Kristján hjá Hótel Brimnesi 
www.brimnes.is

Kolbrún hjá Húsabakka  
www.husabakki.is

Aníta hjá Síldarminjasafni Íslands
www.sild.is

Kristinn J. hjá Fjallabyggð
www.fjallabyggd.is

ferðatröllKolbrún að fara yfir málin.

ferðatröllHeiða, Kristinn og Aníta.

ferðatröllAníta og Kristján.

ferðatröllFreyr og Silja.

ferðatröllMyriam.


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst