Fimm gull og sex met á Akureyri

Fimm gull og sex met á Akureyri Á laugardaginn sóttu sex keppendur frá ungmennafélaginu Glóa á frjálsíţróttamót Ungmennafélags Akureyrar ţar sem 110

Fréttir

Fimm gull og sex met á Akureyri

Ljósmynd: http://www.umfgloi.123.is/
Ljósmynd: http://www.umfgloi.123.is/

Á laugardaginn sóttu sex keppendur frá ungmennafélaginu Glóa á frjálsíþróttamót Ungmennafélags Akureyrar þar sem 110 keppendur voru skráðir. Hrepptu krakkarnir verðlaun í sautján greinum af þeim tuttugu og átta sem þau tóku þátt í, þar af fengu þau fimm gull.

Á heimasíðu Glóa kemur fram að mótið fór fram í „Boganum á Akureyri og var haldið af Ungmennafélagi Akureyrar. Til leiks voru skráðir um 110 keppendur af Norður- og Austurlandi þar af voru 6 frá Glóa. Keppt var í fjölmörgum greinum og var keppni jöfn og spennandi í mörgum þeirra. Okkar keppendum gekk með ágætum og nældu í fimm gullverðlaun, settu fimm siglfirsk aldursflokkamet og eitt félagsmet hjá Glóa.

„Kepptu þeir alls í 28 greinum og voru í efstu þremur sætunum í 17 þeirra. Veikindi og meiðsli settu þó strik í reikninginn hjá okkur svo ekki gátu allir beitt sér af fullum krafti. Elín Helga Þórarinsdóttir vann til þriggja gullverðlauna og Björgvin Daði Sigurbergsson og Unnur Hrefna Elínardóttir fengu sitt hvort gullið“.

Frábært árangur hjá UMF Glóa

Frábært árangur hjá UMF Glóa

Myndir og tilvitnaður texti: http://www.umfgloi.123.is/ 


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst