Fjallabyggð mun greiða 854 milljónir kr. í veiðigjöld

Fjallabyggð mun greiða 854 milljónir kr. í veiðigjöld Skv. skýrslu þeirra Daða Más Kristóferssonar dósents við Háskóla Íslands og Stefáns B.

Fréttir

Fjallabyggð mun greiða 854 milljónir kr. í veiðigjöld

Sigurbjörg ÓF-1
Sigurbjörg ÓF-1
Skv. skýrslu þeirra Daða Más Kristóferssonar dósents við Háskóla Íslands og Stefáns B. Gunnlaugssonar lektors við Háskólann á Akureyri sem unnin var fyrir Atvinnuveganefnd Alþingis munu útgerðir í Fjallabyggð greiða 854 milljónir kr. í veiðigjöld verði kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar samþykkt.

Um áhrif á byggðir segir Daði að megnið af kvótanum sé úti á landi og með veiðigjaldinu fari peningar frá hagkerfum landsbyggðarinnar í ríkiskassann.

Hann sagði og að auðvitað sjái menn ekki í hvað peningum yrði varið, eftir að ríkið nær þeim, en erfitt sé að sjá hvernig þessi skattlagning styrkti atvinnulíf á landsbyggðinni. Byggðaaðgerðirnar á móti séu dvergvaxnar.

Texti: Heimasíða Ramma
Mynd: GJS


Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst