Fjölgar stöðugt í bænum.

Fjölgar stöðugt í bænum. Undanfarna daga hefur fjölgað hratt á tjaldsvæðum bæjarins og í dag föstudaginn 29 júlí, er ljóst að um fimm til sexþúsund manns

Fréttir

Fjölgar stöðugt í bænum.

Tjaldstæðið í miðbænum
Tjaldstæðið í miðbænum
Undanfarna daga hefur fjölgað hratt á tjaldsvæðum bæjarins og í dag föstudaginn 29 júlí, er ljóst að um fimm til sexþúsund manns er komið á Síldarævintýrið. Ágæt veður er í bænum og fólk spókar sig um í góða veðrinu og hlustar á ljúfa tónlist.

Undirbúningi fyrir Síldarævintýrið er lokið, það verður margt til skemmtunar í bænum á hinum ýmsu stöðum eins og sjá má í dagskránni. Á  laugardag og sunnudag koma auk þess skemmtiferðaskip til Siglufjarðar og munu farþegar sjá síldarsöltunarsýningu á Síldarminjasafninu og virða fyrir sér mannlífið. Hér á eftir eru nokkrar myndir frá fyrsta degi.



Síldarævintýrið hafið. Kynnar: Ólafía Hrönn og Ómar Hauksson.



Hljómsveitin Heldrimenn.



Töfranámskeið í Allanum.



Töfranámskeið í Allanum.



Gestir á síldarævintýri.



Síldarstúlkur.



Gestir á torginu.



Guðný og Örlygur.



Tómas Kárason og fjölskylda.



Kaffi Rauðka.





Hannes Boy Café.



Daníl Pétur Daníelsson.




Texti og myndir: GJS.




















Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst