Fjöll og firðir - Fiðrildi í felum
sksiglo.is | Almennt | 29.11.2013 | 09:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 483 | Athugasemdir ( )
Fjöll og firðir - Fiðrildi í felum
Á laugardaginn næsta verður ljósmyndasýning í Gallerý
Rauðku bláa húsinu.
Þar verða Björn Valdimarsson, Gunnlaugur Guðleifsson, Guðný
Ágústsdóttir og Kristín Sigurjónsdóttir að sýna verk sín.
Ljósmyndirnar eru teknar víðsvegar í Fjallabyggð og nágrenni.
Sýningin opnar kl. 14:00 á laugardag.
Sýningin verður opin til sunnudagsins 8. desember frá kl 14. - 18. um helgar og
frá kl. 16. - 18 virka daga.
Ég kom við hjá þeim þegar þau voru að setja upp sýninguna
og allir voru hreinlega að fara af límingunum af spenningi.
Það sem ég sá af myndunum er alveg hrikalega flott og ég get lofað
flottri sýningu.
Svo kom Kristín Sigurjóns með kíló af Nóa-Siríus konfekti
sem hún vildi ekki opna fyrir mig fyrr en á laugardaginn, þannig að ég ætla bara alls ekki að mæta of seint á sýninguna.
Ég þekki stúlku sem getur vottað það að svoleiðis
konfekt-kíló geta horfið örskots stundu og jafnvel án þess að eigandinn verði þess var.
Hér eru svo nokkrar myndir af þessum úrvals ljósmyndurum þar sem
þeir voru að stilla upp og pæla í hinu og þessu.






Athugasemdir