Flott bókasafn

Flott bókasafn Bókasafnið á Siglufirði hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir miklar endurbætur á húsnæðinu.Þar ættu allir að finna sér góðar bækur við

Fréttir

Flott bókasafn

Ljósmynd: Bókasafn Fjallabyggðar
Ljósmynd: Bókasafn Fjallabyggðar
Bókasafnið á Siglufirði hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir miklar endurbætur á húsnæðinu.

Þar ættu allir að finna sér góðar bækur við sitt hæfi og sérstaklega má benda gott úrval barnabóka og skemmtilegt barnahorn sem búið er að koma upp.

Þar geta foreldrar kíkt við og átt notalega stund með börnunum yfir góðri bók.



Það hafa verið skemmtilegir viðburðir í gangi á safninu t.d. var bangsaþema um daginn og litu margir í heimsókn með bangsana sína.

Það er um að gera að ýta undir áhuga barna á yndislestri en rannsóknir sýna fram á að dregið hefur úr lestri íslenskra barna og um þriðjungur þeirra les lítið sem ekkert.

Sterk tengsl eru á milli lestraránægju og lesskilnings og best er að byrja nógu snemma.

Norræn bókasafnsvika er haldin dagana 8. - 14. nóvember 2010 og tekur Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar á móti gestum með bros á vör.

Bókasafnið er opið mánudaga til föstudaga frá klukkan 11:00 - 17:30 - athugið að bókasafnið er líka opið í hádeginu




Athugasemdir

18.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst