Foreldramorgnar

Foreldramorgnar Á hverjum fimmtudagsmorgnum kl. 10 koma saman í Ólafsfjarðakirkju foreldrar í fjallabyggð með krílin sín og spjalla um daginn og veginn

Fréttir

Foreldramorgnar

Á hverjum fimmtudagsmorgnum kl. 10 koma saman í Ólafsfjarðakirkju foreldrar í fjallabyggð með krílin sín og spjalla um daginn og veginn á meðan ungarnir leika sér.

Það er Sigríður Munda, sóknarprestur á Ólafsfirði, sem stendur fyrir foreldramorgnunum sem hafa fengið mjög góðar viðtökur. Eitthvað hefur nú staðið á feðrunum að mæta hingað til en hver veit nema það verði breyting þar á.

Á árinu 2010 fæddust 21 börn í fjallbyggð, þar af 14 á Ólafsfirði og 7 á Siglufirði. Ekki hefur fundist nein skýring á því af hverju Ólafsfirðingar hafa staðið sig svona mikið betur í barneignunum en Siglfirðingar. Gæti verið að það hafi verið meira um að vera á Siglufirði en á Ólafsfirði því ekki hefur verið mikið um rafmagnsleysi síðastliðin ár. Eitt er víst að Siglfirðingar verða að fara að spíta í lófana til að ná í skottið á þeim í austurbænum.


Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst