Frábær aðsókn á flotta sýningu

Frábær aðsókn á flotta sýningu Um eitt hundrað og fimmtíu gestir voru við opnun sýningar á verkum fimm listnemenda Menntaskólans á laugardag. Sýningin er

Fréttir

Frábær aðsókn á flotta sýningu

Ljósmynd: http://www.mtr.is/
Ljósmynd: http://www.mtr.is/

Um eitt hundrað og fimmtíu gestir voru við opnun sýningar á verkum fimm listnemenda Menntaskólans á laugardag. Sýningin er í Bláa húsinu Gallerý við smábátahöfnina á Siglufirði og njóta verkin sín afar vel í flottu umhverfi og munu gera aftur næstu helgi. 

Verkin vöktu mikla athygli meðal sýningargesta og er fagnaðarefni fyrir nemendur og skólann hve aðsóknin var góð.

Nemendur fengu þarna mjög góða reynslu og þjálfun í því að undirbúa og halda sýningu utan skólans auk þess sem þau þjálfuðust í því að ræða um eigin verk við sýningargesti. Nemendurnir eru allir í áfanganum MYL3B og hafa verið að skoða myndlist frá sjónarhóli fagurfræðinnar. Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska. Túlkun þeirra er ólík og nálgast hver viðfangsefnið með sínum hætti.

Sýningin verður aftur opin næstkomandi laugardag og sunnudag frá klukkan 13 til 17.

Ljósmyndasýning MTR

Ljósmyndasýning MTR

Ljósmyndasýning MTR

Ljósmyndasýning MTR

Ljósmyndasýning MTR

Ljósmyndasýning MTR

Ljósmyndasýning MTR

Myndir og texti. http://www.mtr.is/ 

Fleiri myndir má sjá á heimasíðu MTR


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst