Frábćrir páskar á Sigló

Frábćrir páskar á Sigló Skarđsprinsinn er í skýjunum eftir páskana en yfir 5.000 manns sóttu Skarđiđ frá ţví á fimmtudag. Ţar međ eru öll ađsóknarmet

Fréttir

Frábćrir páskar á Sigló

Skarđsprinsinn í essinu sínu
Skarđsprinsinn í essinu sínu

Skarðsprinsinn er í skýjunum eftir páskana en yfir 5.000 manns sóttu Skarðið frá því á fimmtudag. Þar með eru öll aðsóknarmet slegin.

Gamla metið með aðsókn per dag voru 900 manns, þessa páskana féll það met alla dagana en að sögn Egils er nýja metið 1.200 manns og náðist það tvisvar um helgina. Helgin gekk stórslysalaust fyrir sig en einhver minniháttar meiðsl urðu á svæðinu.

Nýja lyftan gjörbreytti aðstæðum, segir Egill „Skarðsprins“ Rögnvaldsson, og hjálpaði verulega til við að dreifa gestum fjallsins um allar brekkur. Það var frábært að líta upp í fjallið og sjá hreinlega fólk út um allt, í röðum við lyfturnar og á skíðum og brettum innan brautar sem utan. Það myndaðist sérlega skemmtileg stemmning alla helgina enda lék veðrið við okkur. Besta veður vetrarins og það um páskana, það er ekki hægt að biðja um meira.

Að jafnaði voru um 200 bílar á svæðinu og náði bílaröðin niður að nýja dæluskúrnum flesta dagana og var aðkoman að svæðinu því helst a vandamálið. Það er orðið tímabært að leysa snjóflóðavarnarmál svo hægt sé að keyra á framkvæmdir Leyningsás í þessum málum, reisa nýjan skíðaskála og endurbæta bílastæðin svo hægt sé að þjónusta fjöldann almennilega. Það er líka orðið öryggisatriði þegar svo margir koma saman á svæðinu og tryggja þarf aðgengi sjúkrabíla að því.

Ekki var annað að sjá en að gestir skíðasvæðisins væru himinlifandi með helgina enda aðstæður eins og best verður á kosið. Við leifum ykkur hér að njóta nokkurra vel valinna mynda.

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Frábærir páskar

Fleiri myndir má nálgast hér.


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst