Framfarir í mælingum á mið-norðurlandi
Nýlega undirrituðu Stoð ehf. verkfræðistofa og Ísmar ehf. samstarfssamning um uppsetningu og rekstur GPS leiðréttingastöðvar í Skagafirði. Leiðréttingarstöðin verður á landsvísu, hluti af VRS kerfi Ísmar, sem nú þegar hefur VRS-stöðvar í rekstri á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Borgarnesi, Selfossi, Keflavík og Reykjavík.
Með tilkomu hins nýja búnaðar er brotið blað í mælingaraðferðum á svæðinu.
Mælingamenn þurfa ekki lengur að stilla upp fastri stöð til að vinna út frá, heldur hringja inn í VRS kerfi í gegn um GPRS gátt.
Við það sparast mikill tími við uppsetningu ásamt ferðatíma að og frá föstu stöðinni til vinnusvæðis. Tímamunur
við þetta verklag hefur verið mældur og sýna rannsóknir að umtalsverður tímasparnaður náist við að tengjast VRS í stað
þess að nota eigin stöð. Ávinningurinn er háður stærð verkefnis og mælingartíma.
Heimasíður samningsaðila eru :
Stoð ehf. verkfræðistofa www.stodehf.is
Ísmar ehf. www.ismar.is
Athugasemdir