Framkvæmdir á skíðasvæðinu
sksiglo.is | Almennt | 11.10.2012 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 886 | Athugasemdir ( )
Framkvæmdir á skíðasvæðinu á Siglufirði ganga vel, búið er að grafa fyrir undirstöðum undir lyftumöstur í nýrri skíðalyftu.
Lyftubúnaðurinn kemur frá Austurríki, eins og reyndar langflestar skíðalyftur hérlendis, og er væntanlegur til landsins í vikulokin.
Steypumótin eru komin á sinn stað og stefnt er að því að steypa undirstöðurnar í næstu viku.
Við munum fylgjast með framkvæmdunum og birta myndir öðru hverju.

Egill ánægður með gang framkvæmdanna !
Myndir og texti: GSH
Athugasemdir