Framkvæmdir hjá Rauðku.
sksiglo.is | Almennt | 12.05.2011 | 10:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 668 | Athugasemdir ( )
Framkvæmdir hjá Rauðku í Rauða-húsinu standa nú yfir og er fjöldi
iðnaðarmanna að vinna að uppbyggingunni. Mikill metnaður er lagður í
allan búnað og frágang innandyra. Húsgögn eru sérstæð og byggð úr
endurunnum hestvögnum frá Taílandi. Fyrsta veislan á að vera í þessum
mánuði.
Margar pantanir eru komnar á veitingastaðina í sumar, um síðustu helgi kom fjöldi gesta á Hannes Boy og hvorki meira né minna en tvöhundruð manns hafa pantað laugardaginn 14. maí. Sýnilegt er að vinsældir staðarins eru miklar og ljóst er að ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið við sér með tilkomu Héðinsfjarðagangna og uppbyggingu á söfnum og menningarstöðum bæjarins. Í vetur hafa komið nokkrir hópar ferðamanna til bæjarins og ljóst að aukning er töluverð á milli ára.

Framkvæmdir utandyra.

Tengibúnaður.

Framkvæmdir innandyra.

Skúli Jónsson smiður.

Efra loft.

Málararnir Stefán og Þorgeir.

Gestir að skoða húsið.

Haukur Jónsson að mála undir parket.
Texti og myndir GJS.
Margar pantanir eru komnar á veitingastaðina í sumar, um síðustu helgi kom fjöldi gesta á Hannes Boy og hvorki meira né minna en tvöhundruð manns hafa pantað laugardaginn 14. maí. Sýnilegt er að vinsældir staðarins eru miklar og ljóst er að ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið við sér með tilkomu Héðinsfjarðagangna og uppbyggingu á söfnum og menningarstöðum bæjarins. Í vetur hafa komið nokkrir hópar ferðamanna til bæjarins og ljóst að aukning er töluverð á milli ára.
Framkvæmdir utandyra.
Tengibúnaður.
Framkvæmdir innandyra.
Skúli Jónsson smiður.
Efra loft.
Málararnir Stefán og Þorgeir.
Gestir að skoða húsið.
Haukur Jónsson að mála undir parket.
Texti og myndir GJS.
Athugasemdir