Framkvæmdir og fjör við Aðalgötuna

Framkvæmdir og fjör við Aðalgötuna Þessa dagana er unnið að andlitslyftingu og endurreisn þriggja húsa við Aðalgötuna og Grundargötu. Hús Arnþórs

Fréttir

Framkvæmdir og fjör við Aðalgötuna

Hús Arnþórs og Brynju.
Hús Arnþórs og Brynju.
Þessa dagana er unnið að andlitslyftingu og endurreisn þriggja húsa við Aðalgötuna og Grundargötu. Hús Arnþórs Þórssonar og Brynju Baldursdóttur á móti Aðalbúðinni fær á sig hreinni og upprunalegri mynd að verki loknu.


Gamla Ytrhúsið (áður Höllu- og Lillusjoppa) er í gagngerri endurrein með styrk frá Húsafriðunarnefnd. Þar eru nú menn frá Rauðku í stuðningsvinnu og er ætlunin að fara langt með húsið að utan á þessu ári.





Loks hefur Jóakimshús, sem á nú 99 ára afmæli, verið sett á nýjan grunn á lóð nr. 20 við götuna. Þar eru að verki systurnar Kristín, Ingveldur og Guðný Robertsdætur. Það nýtur einnig stuðnings Húsafriðunarnefndar.







Í þessu sambandi má minna á að nýlokið er við verulegar endurbætur á húsi Siglósports og Torgsins (áður gamla kjötbúð KFS). Allar þessar framkvæmdir stuðla að því að efla miðbæinn, fegra götumyndina og undirstrika það hvernig bærinn varð til og óx út frá þeim reit sem markast af Maðdömuhúsi, Tónlistarskólanum og Herhúsiðinu.



Maðdömuhús.



Tónlistarskólinn.



Herhúsið.

Texti og myndir: GJS




Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst