Frétt frá FÁUM

Frétt frá FÁUM Árið 2011 var samþykkt á stjórnarfundi FÁUM, Félags áhugamanna um minjasafn, að félagið veitti styrki til menningamála sem tengjast með

Fréttir

Frétt frá FÁUM

Árið 2011 var samþykkt á stjórnarfundi FÁUM, Félags áhugamanna um minjasafn, að félagið veitti styrki til menningamála sem tengjast með einhverjum hætti sögu Siglufjarðar.
Eftir að hlutverki félagsins sem aðaluppbyggingaraðili Síldarminjasafnsins lauk hefur það með ýmsum hætti unnið að öðrum verkefnum í þágu sögu staðarins.

Stjórn félagsins velur verkefni, félög eða stofnanir sem hljóta styrki að
hverju sinni. Á þessu ári veitti félagið fjóra styrki, sem samtals nema 250.000,- krónum.

Styrkjum var úthlutað til eftirtaldra aðila:

Slippfélag Siglufjarðar (áhugamannafélag) hlaut styrk að upphæð 25.000.-

Ljóðasetur Íslands hlaut styrk að upphæð 50.000.- vegna útgáfu á siglfirskum gamansögum.

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar hlaut styrk að upphæð 75.000.- vegna reksturs.

Síldarminjasafn Íslands hlaut styrk að upphæð 100.000.- til viðhalds á Slippnum.

Stjórn félagsins skipa Guðmundur Skarphéðinsson, Hannes Baldvinsson, Rósa Margrét Húnadóttir, Sigurður Hafliðason, Regína Guðlaugsdóttir, Sturlaugur Kristjánsson og Þór Jóhannsson.



Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst