Fréttatilkynning frá Norðursiglingu

Fréttatilkynning frá Norðursiglingu Þorsteinn Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Norðursiglingar ehf. Hann tekur við starfinu af Herði

Fréttir

Fréttatilkynning frá Norðursiglingu

Hvalaskoðunarbátur
Hvalaskoðunarbátur

Þorsteinn Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Norðursiglingar ehf. Hann tekur við starfinu af Herði Sigurbjarnarsyni sem hefur gegnt því frá stofnun félagsins fyrir 17 árum.

Hörður mun þess í stað taka við formennsku í stjórn félagsins og verða sem slíkur starfandi stjórnarformaður.
Þorsteinn hóf störf hjá Norðursiglingu fyrir nærri þremur árum og þá sem rekstrarstjóri. Hann hefur þann tíma reynst sérstaklega ötull starfsmaður og er þessa dagana að ljúka MBA námi við Háskóla Reykjavíkur og að auki diplómanámi í verkefnastjórnun. Námið hefur hann stundað samhliða vinnunni hjá Norðursiglingu. Stjórn félagsins verður áfram skipuð eigendum þess, þ.e. auk Harðar þeim Árna Sigurbjarnarsyni og Heimi Harðarsyni.

Félagið hefur undanfarin misseri farið í gegn um stefnumótun leidda af virkum fagaðilum. Niðurstaða þeirrar vinnu hefur m.a. verið sú að nauðsynlegt sé að styrkja yfirstjórn þess, fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa.

Félagið hefur höfuðstöðvar á Húsavík, starfrækir sölu- og markaðsskrifstofu í Reykjavík og hóf s.l. sumar hvalaskoðun á Eyjafirði með aðsetur á Ólafsfirði. Auk þess er nýhafinn rekstur á Grænlandi en þar siglir skonnortan Hildur viku í senn um stærsta fjarðakerfi heims, Scoresbysund. Farþegum er flogið af Flugfélagi Íslands til Constable Point þar sem Norðursigling tekur á móti þeim.

Má að auki nefna verkefni sem enn eru á undirbúningsstigi svo sem siglingar á Mývatni um borð í seglskipi sem verður knúið af rafmagni og seglum.
Einnig hefur verið keyptur 7. eikarbáturinn og er í undirbúningi að hann verði fyrstur íslenskra skipa til að sækja sjó við strendur landsins knúinn raforku úr landi auk seglabúnaðar.
Þá hefur félagið haft forgöngu í hópi fjárfesta sem hyggst reisa baðstað á Húsavíkurhöfða þar sem nýttur verður heitur jarðsjór.


Þorsteinn Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Norðursiglingar ehf.


f.h. Norðursiglingar
Hörður Sigurbjarnarson

Mynd: á forsíðu GJS




Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst