Fréttir frá Grimsey

Fréttir frá Grimsey Stjórnvöld gera í ţví ađ bregđa fyrir okkur fćti -        Segir útgerđarmađur í Grímsey

Fréttir

Fréttir frá Grimsey

Grímsey - Ljósmynd: Ragnar Ragnarsson
Grímsey - Ljósmynd: Ragnar Ragnarsson

Stjórnvöld gera í ţví ađ bregđa fyrir okkur fćti

-        Segir útgerđarmađur í Grímsey

Garđar Ólason útgerđarmađur í Grímsey er allt annađ en sáttur viđ tillögur stjórnarflokkanna um stjórnun fiskveiđa. Garđar stýrir fyrirtćkinu Sigurbirni fiskverkun, sem gerir út ţrjá báta og rekur einu fiskvinnsuna í eynni. Fimmtán manns starfa hjá fyrirtćkinu, ţannig ađ um er ađ rćđa stćrsta vinnustađinn í Grímsey.

„Viđ höfum keypt nánast allan okkar kvóta á frjálsum markađi međ tilheyrandi lántökum. Fyrir um ţremur árum síđan keyptum viđ til dćmis 220 tonna kvóta og höfum í rauninni aldrei fengiđ ađ veiđa  hann , ţar sem veiđiheimildir fyrirtćkisins voru skertar skömmu síđar um nánast sömu tölu.
Hruniđ setti svo stórt strik í reikninginn ţar sem lánin vegna kaupanna eru í erlendri mynt. Og núna tala fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna um ađ fyrna kvótann á fimmtán árum. Ég sé ekki fyrir mér ađ hćgt sé ađ reka sjávarútvegsfyrirtćki ţegar skilabođin eru ţessi.“

Kvóti Sigurbjörns fiskverkunar er í dag um 800 tonn. Garđar segist ekki vera bjartsýnn á framtíđina.

„Hver einasta fjölskylda í Grímsey hefur lifibrauđ sitt af fiskveiđum og vinnslu, ţannig ađ hagsmunirnir eru gríđarlegir. Héđan er stutt á fengsćl fiskimiđ en ţađ er engu líkara en ađ stjórnvöld geri í ţví ađ bregđa fyrir okkur fćti. Fyrirtćki eins og okkar, sem hefur keypt nánast allar sínar veiđiheimildir á frjálsum markađi, getur varla átt fyrir sér bjarta framtíđ verđi ţessar hugmyndir ađ veruleika. Ţađ er bara svo einfalt,“ segir Garđar Ólason útgerđarmađur í Grímsey.




Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst