Fugl fyrir milljón ljósmyndasýning og verðlaunaafhending

Fugl fyrir milljón ljósmyndasýning og verðlaunaafhending Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir milljón var haldin í annað sinn nú í sumar og hefur dómnefnd lokið

Fréttir

Fugl fyrir milljón ljósmyndasýning og verðlaunaafhending

Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir milljón var haldin í annað sinn nú í sumar og hefur dómnefnd lokið við að dæma þær fjölmörgu myndir sem henni bárust. Á laugardaginn kemur verður ljósmyndasýning í bláa húsinu hjá Rauðku þar sem verðlaunamyndirnar verða kynntar og verðlaunahafar krýndir. 
Allir velkomnir.



Fugl fyrir milljón var fyrst haldin árið 2010 og stóð Hótel Brimnes þá fyrir keppninni, árið 2012 gekk Rauðka síðan í lið með hótelinu og keppnin var haldin í annað sinn. Keppendum fjölgaði töluvert og var keppnin bæði harðari og fjölbreyttari fyrir vikið og myndefnið kom víðar að. Þannig mátti sjá myndir teknar á flest öllum eyjum svæðisins kringum Tröllaskaga, sem sýnir hvað Fuglaljósmyndarar eru til í að leggja mikið á sig við að ná hinni gullnu mynd.

Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Dómnefnd er leidd af Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi og einum þekktasta fuglaljósmyndara Íslands. Með honum sátu í nefndinni Daniel Bergmann, ljósmyndari og Örlygur Kristfinnsson myndlistarmaður og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Á laugardaginn klukkan 14:00 fer athöfnin fram og hlýtur þá einn heppinn ljósmyndari eina milljón íslenskra króna í reiðufé fyrir þá mynd sem dómnefndin hafur valið í fyrsta sæti Fugl fyrir milljón 2012.

Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst