Fundað um leiðsögumál
sksiglo.is | Almennt | 05.07.2011 | 13:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 318 | Athugasemdir ( )
Áhugamenn
um sögu Siglufjarðar og leiðsagnir fyrir ferðamenn í því samhengi
funduðu í Bátahúsinu í morgun. Fundinn sátu Guðmundur Skarphéðinsson,
Örlygur Kristfinnsson, Sigurður Hafliðason, Sturlaugur Kristjánsson,
Páll Helgason, Sigurður Hlöðversson, Hallgrímur Páll Sigurbjörnsson,
Rósa Margrét Húnadóttir og Anita Elefsen.
Tilgangur fundarins var einna helst að koma skipulagi á leiðsagnir um bæinn fyrir ferðamenn og aðra hópa. Mikil eftirspurn er eftir skipulögðum göngum um Siglufjörð og nærliggjandi svæði undir leiðsögn, sem dæmi má nefna Héðinsfjörð, Siglunes og Rípla.
Engin skipulögð starfsemi hefur verið um þessi mál hingað til og voru fundarmenn sammála um að nauðsynlegt væri að bæta úr því. Niðurstaða fundarins var því sú að hægt verði að bóka leiðsagnir bæði á Síldarminjasafninu og í Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ráðhúsinu.
Hafa má samband við Anitu í síma 467-1604 / 865-2036 eða Hallgrím í síma 464-9120 fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.
Texti: Anita Elefsen.
Mynd: GJS.
Athugasemdir