Fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins í Fjallabygg
sksiglo.is | Almennt | 10.05.2011 | 11:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 210 | Athugasemdir ( )
Opinn fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins var
haldinn fimmtudaginn 5. maí sl.. Fundurinn var vel sóttur og alls mættu um 35
manns. Karítas Skarphéðinsdóttir Neff fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir
stöðuna á safninu í dag og kynnti framtíðarhugmyndir.
Á fundinum komu fram margar góðar hugmyndir og greinilegt er að íbúum stendur ekki á sama um safnið. Fundarmenn voru sammála um að gera þyrfti stórt átak í húsnæðismálum safnsins og uppbyggingu. Gera þarf safnið nútímalegt, fjölskylduvænt og fjölbreytilegt. Þá buðu sig fram einstaklingar í undirbúningsnefnd til að vinna að málum safnsins. Þeir eru eftirfarandi:
Þorsteinn Ásgeirsson, Magnús Sveinsson, Guðrún
Þórisdóttir og Jón Dýrfjörð.
Athugasemdir