Fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins í Fjallabygg

Fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins í Fjallabygg Opinn fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins var haldinn fimmtudaginn 5. maí sl.. Fundurinn var vel

Fréttir

Fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins í Fjallabygg

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff.
Karítas Skarphéðinsdóttir Neff.

Opinn fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins var haldinn fimmtudaginn 5. maí sl.. Fundurinn var vel sóttur og alls mættu um 35 manns. Karítas Skarphéðinsdóttir Neff fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir stöðuna á safninu í dag og kynnti framtíðarhugmyndir.

Til þess að þær geti orðið að veruleika og hægt að byggja upp Náttúrufræðisetur þarf safnið að komast í stærra húsnæði á jarðhæð en núverandi staðsetning er á 3. hæð í húsi Sparisjóðs Ólafsfjarðar.

Á fundinum komu fram margar góðar hugmyndir og greinilegt er að íbúum stendur ekki á sama um safnið. Fundarmenn voru sammála um að gera þyrfti stórt átak í húsnæðismálum safnsins og uppbyggingu. Gera þarf safnið nútímalegt, fjölskylduvænt og fjölbreytilegt. Þá buðu sig fram einstaklingar í undirbúningsnefnd til að vinna að málum safnsins. Þeir eru eftirfarandi:

Þorsteinn Ásgeirsson, Magnús Sveinsson, Guðrún Þórisdóttir og Jón Dýrfjörð.










 




Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst