Fyrsti sólardagur ársins á Siglufirđi í dag

Fyrsti sólardagur ársins á Siglufirđi í dag Fyrsti sólardagur á Siglufirđi er haldinn hátíđlegur í dag. Í dag á sólin ađ sjást á Siglufirđi í fyrsta

Fréttir

Fyrsti sólardagur ársins á Siglufirđi í dag

Fyrsti sólardagur á Siglufirði er haldinn hátíðlegur í dag.
 
Í dag á sólin að sjást á Siglufirði í fyrsta skiptið síðan 15. nóvember ef þannig viðrar.
 
Í heimildum sem ég fann á netinu segir að það hafi verið vafamál hvort síðasti sólardagur væri 14. eða 15. nóvember. Einnig vilja sumir meina að fyrsti sólardagurinn sé 27. janúar því þá á sólin að sjást fyrst á prestssetrinu. En hvað sem því líður þá er haldið upp á sólardaginn í dag 28. janúar og flest allir ef ekki allir fá sér pönnuköku í tilefni dagsins.
 
Til fjölda ára hafa sólarpönnukökur verið á borðum á þessum degi á Sigló og vafalaust verður þetta ekkert öðruvísi núna.
 
Ég hef heyrt að hér áður fyrr hafi verið algengt og jafnvel algengara að bakaðar hafi verið sólar-lummur. Það væri gaman ef þið hafið einhverjar nánari útskýringar á því. En þetta er að sjálfsögðu bara eitthvað sem ég hef heyrt .

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst