Fyrsti kennsludagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Fyrsti kennsludagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga Fyrsti kennsludagur í Mentaskólanum á Tröllaskaga var í gær og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá. 73

Fréttir

Fyrsti kennsludagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Nemendur MTR
Nemendur MTR
Fyrsti kennsludagur í Mentaskólanum á Tröllaskaga var í gær og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá.

73 nemendur hefja nám við skólann og er það mun fleira en reiknað var með og af þeim koma um tuttugu nemendur beint úr grunnskóla.

Meirihluti nemenda hefur byrjað í framhaldsskóla annars staðar og eru því að koma heim til að halda áfram námi, svo eru aðrir sem eru að láta gamlan draum rætast um að fara í framhaldsskóla.

Þótt enn sé rúmur mánuður í að göngin opni hafa starfsmenn Háfells verið svo vinsamlegir að opna göngin sérstaklega fyrir rútu sem flytur nemendur frá Siglufirði.

Það var líf og fjör fyrsta daginn og nýttu nemendur daginn til þess að kynnast, samnemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans auk þess sem drjúgur tími fór í að kynnast kennslukerfinu.





Þessir voru nokkuð hressir með fyrsta daginn.



Nemendur skoða sig um í skólanum.



Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga var ánægð með fyrsta daginn.



Jón á Sleitustöðum sér um að flytja nemendur og kennara frá Siglufirði af mikilli fagmennsku.






Athugasemdir

11.september 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst