Gamla myndin

Gamla myndin Ég held bara að það sé kominn fastur liður á Siglo.is.

Fréttir

Gamla myndin

Ég held bara að það sé kominn fastur liður á Siglo.is.

Við stefnum á að setja reglulega inn myndir á milli frétta.

Einhverjar myndir sem við setjum inn er ekki búið að merkja neitt inn á og sumar myndirnar sem við setjum inn vantar einhver nöfn inn sem annars eru komnar einhverjar upplýsingar um.

Þessi fasti liður mun heita "Gamla myndin" nema þið komið hreinlega með eitthvað skemmtilegra nafn á þetta.

Hversu oft myndu þið vilja sjá gamlar myndir á vefnum?

Endilega komið með ykkar skoðun á þessu.

Einhverjar myndir sem munu koma eru myndir af áhöfnum báta og skipa sem hafa verið hér á árum áður og eins af fólki sem hefur kannski stoppað stutt á Sigló og því er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að enginn þekkist á myndinni.

En kommentakerfið býður upp á það að þið getið spáð og spöggulerað um myndefnið og það viljum við alveg endilega að þið nýtið ykkur.

Það er frábært að sjá umræðurnar og sögurnar sem hafa komið við síðustu myndir sem við höfum sett inn á vefinn. 

Takk kærlega fyrir að sýna þessu áhuga og ég persónulega þakka enn og aftur fyrir að það var einhver og reyndar einhverjir sem ýttu frekar fast á okkur með það að gera þetta.


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst