Gamla Alþýðuhúsið fær nýjan tilgang
Sparisjóður Siglufjarðar og Karlakór Siglufjarðar hafa undirritað samkomulag þess efnis, að KKS fær aðstöðu í gamla Alþýðuhúsinu við Þormóðsgötu.
Á næstu vikum mun KKS koma sér upp aðstöðu í húsinu til að leigja út borð, stóla og allan borðbúnað fyrir allt að 500 manns en einnig hefur KKS yfir að ráða hljóðkerfi sem henta við ýmis tækifæri bæði stór og smá. KKS vill koma á framfæri þakklæti til Sparisjóðsins fyrir stuðninginn, því þar með er húsnæðisvandi KKS leystur.
KKS mun þannig sjá um Alþýðuhúsið en SPS mun einnig hafa afnot af hluta þess.
Athugasemdir