Gestkvæmt í humarvinnslu
sksiglo.is | Almennt | 01.06.2012 | 11:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 413 | Athugasemdir ( )
Það hefur
verið gestkvæmt í humarvinnslu Rammans í Þorákshöfn undanfarnar vikur.
Þangað komu í heimsókn nemendur úr 8., 9., og 10. bekk Grunnskóla
Þorlákshafnar, nemendur 5. bekkjar Flóaskóla og sveitastjórnarfólk úr
Árnessýslu sem var á ferðinni í tengslum við héraðsnefndarfund.
Humarveiðar og vinnsla hafa gengið ágætlega það sem af er, en humarvertíðin hófst eftir páska og áformað er að hún standi fram eftir hausti. Jón á Hofi ÁR 42 og Fróði II ÁR 38 hafa aflað hráefnis fyrir humarvinnsluna til þessa og Reginn ÁR 228 mun bætast við í næstu viku.
Humarveiðar og vinnsla hafa gengið ágætlega það sem af er, en humarvertíðin hófst eftir páska og áformað er að hún standi fram eftir hausti. Jón á Hofi ÁR 42 og Fróði II ÁR 38 hafa aflað hráefnis fyrir humarvinnsluna til þessa og Reginn ÁR 228 mun bætast við í næstu viku.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í áðurnefndum heimsóknum.
Heimasíða: Ramma h/f
Athugasemdir