100 ára afmćli skólahússins viđ Norđurgötu

100 ára afmćli skólahússins viđ Norđurgötu 100 ára afmćli. Ţann 18. desember er 100 ár síđan skólahúsiđ viđ Norđurgötu var tekiđ í notkun. Af ţví

Fréttir

100 ára afmćli skólahússins viđ Norđurgötu

Innsent efni.

100 ára afmæli.

Þann 18. desember er 100 ár síðan skólahúsið við Norðurgötu var tekið í notkun.

Af því tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag og hafa opið hús frá kl. 11.00 – 13.00. Börnin munu syngja fyrir gesti kl. 11.15 og 12.30.

Þennan sama dag  var rafveitan gangsett og voru hátíðarhöld í tilefni þessara atburða í skólanum þann 18. desember 1913. Nemendur í 1. – 4. bekk hafa verið að læra um gamla tímann, hvernig skólahald var og 18. des. fara þau í kennstund á Síldarminjasafnið þar sem tekið verður á móti þeim og börnin fá fræðslu um gömlu ljósavélina.

Til að lifa sig inn í gamla tímann verður slökkt um stund á götulýsingu á Snorragötu og á Eyrinni. 

Mynd við frétt er númer 31-nn-322-01 í Ljósmyndasafni Siglujarðar. Myndina tók Vigfús Guðbrandsson.

Gaman væri að sem flestir gætu lagt leið sína í skólann til þess að fagna með okkur og rifja upp gamlar endurminningar.

Kveðja, nemendur og starfsfólk við Norðurgötu.


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst