Aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju síðasta sunnudag. Myndir og myndband
sksiglo.is | Almennt | 13.12.2013 | 12:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 364 | Athugasemdir ( )
Það var hátíðarstemmning í Siglufjarðarkirkju
síðastliðinn sunnudag.
Séra Sigurður leiddi þessa glæsilegu
Aðventuhátíð.
Ræðumaður kvöldsins var Guðni Brynjólfur Ásgeirsson en hann er
jafnframt sá yngsti sem flutt hefur hugleiðingu á Aðventuhátíð, fermdist vorið 2007 og er því einungis tvítugur að
aldri.
Fermingarbörn tóku virkan þátt í Aðventuhátíðinni
með því að lesa jólaguðspjallið, sem er að finna í Lúkasarguðspjalli. Einnig las og kvað Þórarinn Hannesson
jólaljóð úr nýrri bók sinni.
Kirkjukórinn söng lög og þeir Þorsteinn Bjarnason, Stefán
Friðriksson, Þorsteinn Sveinsson, Sigurður Hlöðvesson og Rodrigo J. Thomas spiluðu lög fyrir gesti og gerðu það listavel og settu punktinn yfir i-ið
í lok glæsilegrar Aðventuhátíðar.









Og svo myndband af strákunum spila svona líka ljómandi fallega.
Athugasemdir