Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2011
fjallabyggð.is | Almennt | 11.02.2011 | 08:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 340 | Athugasemdir ( )
Menninganefnd hefur valið Örlyg Kristfinnsson, myndlistarmann, hönnuð og rithöfund, bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011.
Í tilefni þess mun sérstök viðhöfn fara fram 25. febrúar n.k. kl. 17.00 í Ráðhúsinu þar sem bæjarlistamaðurinn verður heiðraður.
Markmiðið með því að tilnefna bæjarlistamann ár hvert er að auka áhuga á listsköpun og bæta menningarlíf íbúa. Um leið er það viðurkenning bæjaryfirvalda að sköpun og list skipti samfélagið máli.
Slík nafnbót er jafnframt auglýsing á listamanninum og sveitarfélaginu.
Styrkur til bæjarlistamanns 2011 nemur kr. 150.000
Athugasemdir