Bás bifreiðaverkstæði
sksiglo.is | Almennt | 03.07.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 820 | Athugasemdir ( )
Ég kom við á Bás bifreiðaverkstæði og tók létt spjall við strákana.
Hilmar Zophoníasson og Hilmar Hreiðars voru voru að braza í nokkuð
óvenjulegri viðgerð á Jeep Cherokee. Ég var frekar hissa á því að sjá Jeep inn á verkstæði. Ég hef
persónulega átt nokkra Jeep bíla og man hreinlega ekki eftir að nokkur þeirra hafi bilað, nokkurn tímann, en það er náttúrlega allt
annað mál.
Það er búið að vera fínt að gera hjá strákunum og
þeir voru yfir sig glaðir með að sjá mig. Hilmar Hreiðars var með óskir um uppstillingu og bað mig um að taka eina svona mynd, og svo eina svona, og
svo eina svona og svona og svona hélt þetta áfram í dágóða stund. Ég þóttist taka myndir af honum í hinum og þessum
uppstillingum þar sem hann var með hin ýmsu verkfæri í hönd. Hann var eiginlega að stýra mér í myndatökunni allan tímann
sem ég stoppaði þarna. Hann vildi nefnilega að það sæist sem bezt hver væri verkstjórinn á staðnum þó svo að ég
hafi vitað betur.
Hilmar Zophoníasson var þarna að sjálfsögðu líka , en hann
var að vinna allan tímann og ég svosem vissi það að hann væri alvaldur yfir þessu öllu. En sökum þess hve Hilmar Soph er yfivegaður
maður lofaði hann Hilmari Hreiðars að romsa þessu öllu út úr sér.
Flott verkstæði, flott þjónusta og flottir kallar.

Alveg hreint á kafi.

Hilmar í uppstillingu.

Hilmar Z og Hilmar H.




Athugasemdir