Bergþór og Halldór

Bergþór og Halldór Heimilisfólk að Aðalgötu 15 og 18 hefur lengi langað að skreyta umhverfi sitt í tilefni Síldarævintýris og hafa þá haft í huga

Fréttir

Bergþór og Halldór

Haldór Hafsteinsson að hengja út.
Haldór Hafsteinsson að hengja út.
Heimilisfólk að Aðalgötu 15 og 18 hefur lengi langað að skreyta umhverfi sitt í tilefni Síldarævintýris og hafa þá haft í huga rómantík horfinna tíma þegar að síldarpilsin og gamaldags undirföt héngu á snúrum og húsveggjum um allan bæ.

Þetta er ákveðinn gjörningur sem gaman er að prófa og hver veit nema að þetta hvetji fleiri til þess að skreyta heima hjá sér eða gera gera eitthvað skemmtilegt til þess að lífga upp á tilveruna, þetta er jú hátíðin okkar bæjarbúa og um að gera að taka virkan þátt.

Það kennir ýmissa grasa á þvottasnúrunni góðu og tóku íbúar á eyrinni vel í þetta framtak og lánuðu margar dýrindisflíkur í gjörninginn.

Fátt er heimsborgarlegra en þvottasnúrur hangandi yfir götur og vekur þetta örugglega upp minningar um sólbökuð þorp við miðjarðarhafið.

Það er einlæg ósk íbúanna á Eyrinni að þetta hvetji fleiri til þess að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni hátíðarinnar.



Bestu kveðjur,
Bergþór


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst