Salon-sýning
sksiglo.is | Almennt | 12.08.2011 | 13:10 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 165 | Athugasemdir ( )
Síðasta sýningarhelgi í Gallerý Rauðku er nú um helgina og hverfa myndir Pauls Lajeunesse nú til bandaríkjanna. Bergþór Morthens hefur því ákveðið að opna ,,nýja“ sýningu í kvöld kl. 20:00.
Verður sú sýning í anda Salon sýninganna og stendur aðeins þessa einu helgi. Það sem einkennir sýninguna er að hún er sett fram í anda salon-sýninga, þar sem verkin þekja alla veggi sýningarrýmisins, frá gólfi og upp í loft, án nokkurrar reglu og byggir þannig á hefð salon-sýninga í París á nítjándu öld.Sýningin byggir ekki á ákveðnu þema, tímaskeiðum, viðfangsefnum eða tímaröð. Sýningin opnar kl. 20:00 í kvöld og er tilvalið að skella sér á myndlistarsýningu sem forrétt og bregða sér svo á stórtónleika Gylfa Ægis, Rúnars Þórs og Megas sem munu spila á Kaffi Rauðku.
Texti og mynd: Aðsent.
Athugasemdir