Minningarmót í blaki á Siglufirði

Minningarmót í blaki á Siglufirði Laugardaginn 21. janúar var haldið blakmót á Siglufirði tileinkað minningu Birgis Guðlaugssonar sem var einn af

Fréttir

Minningarmót í blaki á Siglufirði

Blakarar á Siglufirði
Blakarar á Siglufirði
Laugardaginn 21. janúar var haldið blakmót á Siglufirði tileinkað minningu Birgis Guðlaugssonar sem var einn af stofnendum öldungablaksins á Siglufirði fyrir um fjörtíu árum. Er þetta fimmta árið í röð sem mótið er haldið.

Þetta mótið er einstaklingskeppni þar sem dregið er í lið fyrir hverja hrinu. Tæplega fimmtíu keppendur úr blakfélögunum á Siglufirði tóku þátt, bæði karlar og konur. Sigurvegari mótsins var Gunnlaugur Stefán Guðleifsson með fullt hús stiga.

Um kvöldið var svo komið saman í Þormóðsbúð og notið góðra veitinga. Auk þess voru afhent verðlaun og að sjálfsögðu sungið fram eftir kvöldi að hætti blakara.


























Texti og myndir: GJS









Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst