Borgarbúar styðja Icesave frekar en landsbyggðin

Borgarbúar styðja Icesave frekar en landsbyggðin Fylgi við að samþykkja Icesavesamninginn er töluvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og

Fréttir

Borgarbúar styðja Icesave frekar en landsbyggðin

Þekkt vörumerki: ICESAVE. Mynd yidio.com
Þekkt vörumerki: ICESAVE. Mynd yidio.com
Fylgi við að samþykkja Icesavesamninginn er töluvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og fleiri karlmenn vilja samþykkja hann en konur, samkvæmt skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið.

Þá er framhaldsmenntað fólk hlynntara samningnum en þeir minna menntuðu og fylgi við samninginn eykst með hækkandi aldri.

Af þeirm sem tóku afstöðu sögðust liðlega 52 prósent styðja samninginn en tæp 48 prósent sögðust ætla að hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þannig að mjótt er á mununum. Ekki kemur fram í Viðskiptablaðinu hversu margir eru óákveðnir.

Í gær 16. mars, hófst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl n.k. um gildi laga nr. 13/2011, betur þekkt sem Icesavelögin.

Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst