Tónleikar í Þjóðlagasetrinu

Tónleikar í Þjóðlagasetrinu Tónleikar í Þjóðlagasetrinu fimmtudaginn 9. ágúst, kl. 20:00. Miðaverð 2.000 krónur. Dúoið Páll Palomeres og Ögmundur Þór

Fréttir

Tónleikar í Þjóðlagasetrinu

Páll Palomeres, fiðluleikari
Páll Palomeres, fiðluleikari

Tónleikar í Þjóðlagasetrinu fimmtudaginn 9. ágúst, kl. 20:00. Miðaverð 2.000 krónur. Dúoið Páll Palomeres og Ögmundur Þór Jóhannesson flytja þjóðlega tónlist frá ýmsum löndum:

Efnisskráin er mjög alþjóðleg og fjölbreytt hvað lönd og stílbrigði varðar. Flest verkanna hafa sín sterku þjóðlegu einkenni; frá Frakklandi höfum við verk eftir Jaques Ibert, úrdrátt úr svítu sem var upprunalega samin fyrir píanó, og svo hina þekktu impressjónístísku og draumkenndu Habaneru Maurice Ravels.

Frá Spáni koma sönglögin eftir Manuel de Falla, sem eru ein af hans vinsælari kammerverkum og eru til í mörgum útsetningum, en var samið upprunalega fyrir söngrödd og píanó. Mikill kontrast er á milli laganna, sum eru mjög lýrísk og tregakennd, en önnur eru í dæmigerðum spænskum kröftugum karakter.

Frá Austur Evrópu koma svo lokkandi rúmenskir þjóðdansar í útsetningu ungverska tónskáldsins Bela Bartók sem var þekktur fyrir þjóðlagasöfnun sína. Frá Argentínu, mekka tangósins fáum við að njóta eitt af vinsælustu konsertverkum Astor Piazzolla, sem með sínum 4 köflum skrifuðum hver í sínu tónmáli og andrúmslofti, spanna sögu tangósins. Stíll Niccolo Paganinis er hvað alþjóðlegastur, en sónatan hans er skrifuð í anda Vínarklassíkur…

Ögmundur Þór Jóhannesson, gítarleikari

Texti og mynd: Aðsent




Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst