Fagmenntaður fjallaleiðsögumaður

Fagmenntaður fjallaleiðsögumaður Jökull Bergmann, ættaður frá Klængshóli í Skíðadal, er með alþjóðlega gráðu í fjallaleiðsögn og ferðast víða um heim sem

Fréttir

Fagmenntaður fjallaleiðsögumaður

Jökull Bergmann
Jökull Bergmann
Jökull Bergmann, ættaður frá Klængshóli í Skíðadal, er með alþjóðlega gráðu í fjallaleiðsögn og ferðast víða um heim sem fjallaleiðsögumaður.



Hann er líka maðurinn á bak við fyrirtækið Arctic Heli Skiing, sem starfar í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga og víðar. 

Þá nota menn þyrlu til að komast upp í fjöllin, og renna sér svo niður fjallshlíðarnar, oft mjög tignarlegar.


Fagmenntaðir fjallaleiðsögumenn eru auk þess að vera leiðsögumenn og fjallagarpar, með mikla menntun í allri skyndihjálp og öðru sem varðar viðbrögð við óhappi.  Allt sem gert er, svo sem ferða- og öryggisáætlanir er unnið eftir ýtrustu kröfum.

Jökull leit við á Siglufirði og við Finnur Yngvi fengum viðtal við hann sem verður birt í heild sinni hér fljótlega.

Aðspurður um skíðasvæðið á Siglufirði sagði Jökull:
"Skíðasvæðið hér er stórkostlegt, í raun er ekkert annað svæði á Íslandi sem hefur allt sem þetta svæði hefur hvað varðar snjóalög og landslag, tækifærin eru óendanleg."



     Jökull Bergmann  -  siglo.is/GSH


Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst