Fallbarátta Arion

Fallbarátta Arion Ţegar íţróttamenn slasast í hópíţróttum ţá fá ţeir tćkifćri sem lengi hafa setiđ á varamannabekknum. Oft lenda ţjálfarar í erfiđleikum

Fréttir

Fallbarátta Arion

Sparisjóđurinn
Sparisjóđurinn
Mikið hefur verið skrifað um málefni Afls sparisóðs og Arion banka síðastliðna daga og hófst það með greinaskrifum Róberts Guðfinnssonar í Morgunblaðinu þann 2.maí síðastliðinn. Sigló.is birtir hér greinina. 
 
Þegar íþróttamenn slasast í hópíþróttum þá fá þeir tækifæri sem lengi hafa setið á varamannabekknum. Oft lenda þjálfarar í erfiðleikum ef margir liðsmenn eru slasaðir á sama tíma. Þegar sú staða kemur upp þá fá hinir ólíklegustu leikmenn tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Stundum ná leikmenn að vinna sig inn í byrjunarliðið en oft enda þeir á bekknum aftur.”

Þegar hrunið varð á Íslandi 2008 misstu margir bankamenn starf sitt. Flestir yfirmenn fjármálastofnana yfirgáfu vettvanginn. Margir með stöðu grunaðs manns og laskað mannorð. Meirihluti liðsins var kominn á sjúkralista.
 
Við stofnun nýju bankanna hófst leit að eftirmönnum með hreinan skjöld. Stjórnendum sem áttu að byggja upp traust og ímynd íslensks fjármálamarkaðar.
 
Hinn 23. apríl 2010 var tilkynnt að Höskuldur H. Ólafsson hafi verið ráðinn bankastjóri Arion banka. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir stjórn bankans sem aðeins hafði setið í 35 daga að velja einn af 40 umsækjendum af varamannabekknum.
Fyrir marga okkar sem fylgjumst með íslensku viðskiptalífi hefur reynslan síðustu þrjú ár sýnt að heppnin var ekki með stjórn bankans. Skjöldur Höskuldar var ekki eins hreinn og haldið var og stjórnunarhættir ekki ásættanlegir. Fyrr í mánuðnum sektaði Samkeppniseftirlitið kredidkortafyrirtækið Valitor um 500 milljónir fyrir ítrekað brot á samkeppnislögum. Um ásetningsbrot var að ræða. Á þeim tíma sem brotin voru framin var Valitor undir stjórn Höskuldar H. Ólafssonar.
 
Í mínum gamla heimabæ, Siglufirði, er lítill sparisjóður. Ógæfa þessarar litlu fjármálastofnunar er að mikill meirihluti af stofnfé sjóðsins endaði inni í bókum Arion banka við uppstokkun á bankakerfinu. Banka sem er í óbeinni eigu erlendra vogunarsjóða. Lítill minnihluti stofnfjár var eftir í höndum einstaklinga. Undir stjórn Höskuldar var stefnan sett á sameiningu sparisjóðsins inn í Arion banka. Útsendarar voru sendir um sveitir norðan heiða til að fá stofnfjáreigendur til að framselja hlut sinn til Arion. Fullyrt var að bankinn væri að gera þeim greiða með að kaupa stofnfé þeirra á nafnvirði. Ef það gengi ekki eftir þá yrði lyklum sparisjóðsins skilað til Fjármálaeftirlitsins. Sameiningin hefur enn ekki gengið eftir og verður vonandi aldrei.
 
Það er umtalað hvað stjórnunarhættir Arion eru frábrugðnir almennri stjórnun í viðskiptalífinu. Vinnubrögð Arion einkennast af valdhroka sem ekki hjálpar upp á þau markmið sem sett voru um nýja ímynd fjármálakerfisins.
Þannig líkti Höskuldur fylgisaukningu við Framsóknarflokkinn við æðið í kringum hlutabréfin í deCode og söluna á fótanuddtækjum. Afstaða bankastjórans er skiljanleg. Hann er í örvæntingu að verja hagsmunni eiganda sinna. Vogunarsjóða sem eiga miklar kröfur á Ísland. Framsóknarmenn hafa farið fremstir í flokki með yfirlýsingar um að ekki verði samið við umrædda sjóði nema með verulegum aflætti á kröfunum. Það má því öllum vera ljóst hver staða bankastjórans er inni á vellinum.
 
Flest lið í hópíþróttum vinna leiki sína á liðsheildinni. Það er því brýnt að slökum leikmönnum sé skipt út af ef liðið er ekki að standa sig. Sá tími virðist kominn hjá Arion banka. Stjórn bankans verður að líta yfir varamannabekkinn og gera breytingar áður en liðið fellur niður um deild.”

 

Svar Höskuldar má lesa hér og síðustu grein Róberts má nálgast hér. 


Athugasemdir

31.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst