Ferðafélagsganga á Siglunes.

Ferðafélagsganga á Siglunes. Um 25. manns tóku þátt í Ferðafélagsgöngu á Siglunes á laugardaginn 30 júlí. Haldið var af stað frá flugvellinum á Ráeyri og

Fréttir

Ferðafélagsganga á Siglunes.

Göngufólk að leggja af stað.
Göngufólk að leggja af stað.
Um 25. manns tóku þátt í Ferðafélagsgöngu á Siglunes á laugardaginn 30 júlí. Haldið var af stað frá flugvellinum á Ráeyri og gengið um rústir síldarverksmiðju Evangers sem eyðilagðist í snjóflóði úr Skollaskál 1919.

Þaðan var gengið yfir Staðarhól litlu norðar og sjást þar tóftir samnefnds bæjar. Um Staðarhólsströndina var gengið eftir fjárgötum í hlíðarrótum. Upp af Selvíkurvita tók við Kambalágar og þar fyrir ofar opnaðist Kálfsdalur með litlu stöðuvatni.

Áfram var haldið upp dalinn skáhallt til Kálfsskarðs í suðaustri. Í suðvestri blasti við bakhliðin á tveimur einkennisfjöllum Siglufjarðar, Hestskarðshnjúki og Staðarhólshnjúki en utar og minni er Hinrikshnjúkur. Af skarðinu var greið leið niður í fremstu drög Nesdals.

Nú tók við langur gangur niður að sjó þar sem Reyðará liðast í ótal bugðum og fylgir Hestfjall okkur alla leið á hægri hönd.

Myndir með þessari frátt eru frá SK.











GJS.




Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst