Fiskmarkaður Siglufjarðar
Fiskmarkaður Siglufjarðar var stofnaður árið 2004. Stofnendur voru Steingrímur Óli Hákonarson og Ragnheiður Ragnarsdóttir, ásamt Norðurfrakt, Rammanum, Guðrúnu Maríu og fiskmarkaði Suðurnesja. Fastir starfsmenn eru 5 og verða 9 í sumar.
Síðasta sumar voru allt að 50 bátar í viðskiptum og reiknar Steingrímur með svipuðum fjölda í ár. Fiskmarkaðurinn tók á móti 3.258 tonnum af bolfiski á síðasta ári, það sem af er þessu ári 498 tonnum.
Mestur fór aflinn upp í 3.967 tonn árið 2006. Það má segja með stofnun þessa fyrirtækis hafi allt umstang við höfnina gjörbreyst, hafnargjöld aukist til muna og fyrirtæki í bænum fengið aukna vinnu við að þjónusta bátana.
Texti og myndir. GJS
Athugasemdir