Fm.trolli.is í stöðugri þróun

Fm.trolli.is í stöðugri þróun Tilkynning frá Fm.trolli.is Núna er hægt að enduspila þætti sem eru á fm.trolli.is á veraldarvefnum (internetinu).

Fréttir

Fm.trolli.is í stöðugri þróun








Tilkynning frá Fm.trolli.is
 
Núna er hægt að enduspila þætti sem eru á fm.trolli.is á veraldarvefnum (internetinu). 
 
Þónokkuð mikið af þáttum eru í boði og vonandi bætist í með tímanum. 
 
 
Frjálsar hendur Andra. Þáttur sem er alla virka daga frá 13-16.

Andri Hrannar hefur frjálsar hendur, leikur óskalög og spjallar við hlustendur. Óskalagasíminn er 477 103.7


Orðlaus á fimmtudagskvöld kl.20-22
Ægir Bergs, Gulli Stebbi og Halldór Þormar fjalla um og spila eðaltónlist. Stundum fá þeir aðra tónlistarspekúlanta í heimsókn.


Siðlausar eru á föstudagskvöldum frá 21-00.
Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ögrandi þáttur þar sem fjórar siðlausar og elskulegar konur ræða málin mjög opinskátt og fá jafnvel hörðustu nagla til að roðna.


Tveir á móti e1num. Laugardagsmorgnar frá kl. 10-12. 
Þrír þéttir fara yfir helstu mál liðinnar viku, hringja í fólk, fólk hringir inn og leika góða tónlist.



Einn sér eða í smærri hópum. Laugardagskvöld Frá kl. 21-23. 

Steini Píta Sveinsson kemur hlustendum í helgar-gírinn og leikur við hvern sinn fingur, - frábær tónlist og skemmtilegt spjall sem hann á stundum við sjálfan sig og aðrar, þó aðalega við sjálfan sig.
 
Partý-Partý-Partý  
 
Andri Hrannar heldur Tröllapartý í beinni, hringir í fólk, tekur við kveðjum í síma 477 103.7, þambar kaffi og leikur óskalög.
 
 
Evanger 
Danni Pétur púslar okkur saman eftir helgina. Nýjasta tónlistin í bland við þá bestu, tónlistarfróðleiksmolar, óskalagið þitt og dass af rómantík.
 
 
Eins og þið hugsanlega gerið ykkur grein fyrir eru margir þættirnir sem snúast um fréttir og málefni um  Siglufjörð, Tröllaskaga og nærsveitir. Þannig að núna geti þið farið á netið og hlustað á upptökur.
 
Kv. Tröllapabbi og Tröllabörn

Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst