Frá Herhúsinu
Bandaríska listakonan Marianne Dages sýnir teikningar stórar og smáar í sal Herhússins í dag, laugardaginn 26. október kl.15-17
Marianne er frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu, hún hefur fengist aðallega við teikningar, prentlist og bókagerð.
Þessi bókargerð sem um ræðir er sjálfstæð listgrein víða um heim og felst í að listamenn vinna bókverk sem byggjast á myndrænni sköpun jafnt sem texta eða leik að orðum.
Hún hefur dvalið í Herhúsinu í októbermánuði og gengið á fjöll og notið verunnar á Siglufirði í hinu góða veðri sem hefur verið inn á milli rigningadropa og snjókorna.
Við Siglfirðingar eigum eina listakonu á þessu sviði sem er hún Brynja Baldursdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Athugasemdir