Framkvæmdir hafnar við byggingu Hótels Sunnu

Framkvæmdir hafnar við byggingu Hótels Sunnu Í gær var formlega tekin fyrsta skóflan í undirstöður undir Hótel Sunnu sem rísa mun við smábátahöfnina á

Fréttir

Framkvæmdir hafnar við byggingu Hótels Sunnu

Sigríður María Róbertsdóttir
Sigríður María Róbertsdóttir

Í gær var formlega tekin fyrsta skóflan í undirstöður undir Hótel Sunnu sem rísa mun við smábátahöfnina á Siglufirði.

Þetta er stórt verkefni og dugar því ekkert minna en allstór vélskófla til verksins.

Það var engin önnur en Sigríður María Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Rauðku ehf sem steig um borð í tækið og tók fyrstu skófluna.  Þar með eru framkvæmdir við hótelbygginguna formlega hafnar.  Bás hf mun á næstu vikum vinna við uppfyllingu undir hótelið.  Stórgrýti er tekið úr grjótnámu sem er út með firðinum og flutt með stórum bílum niður að smábátahöfninni og byggð úr því uppfylling fram í sjóinn, undir hótelið.

Hér er Hótel Sunna eins og hönnuðurinn sér það fyrir sér.

Hótel Sunna - tölvugerð mynd

Hótel Sunna - tölvugerð mynd

Hér koma svo myndir teknar í gær þegar framkvæmdir hófust formlega.

Sigríður María Róbertsdóttir tekur fyrstu skófluna

Sigríður María Róbertsdóttir tekur fyrstu skófluna

Framkvæmdir að hefjast við Hótel Sunnu

Frá grjótnámunni

Sigurður Jón Arngrímsson

Þröstur Ingólfsson

Sveinn Heiðar Zophoníasson - "Denni"

Við munum fylgjast með framkvæmdunum eftir því sem tilefni gefst til

Myndir og texti: GSH


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst