Fugl fyrir milljón ljósmyndasýning og verðlaunaafhending
sksiglo.is | Almennt | 06.12.2012 | 23:33 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 353 | Athugasemdir ( )
Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir milljón var haldin í annað sinn nú í sumar og hefur dómnefnd lokið við að dæma þær fjölmörgu myndir sem henni bárust. Á laugardaginn kemur verður ljósmyndasýning í bláa húsinu hjá Rauðku þar sem verðlaunamyndirnar verða kynntar og verðlaunahafar krýndir.
Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Dómnefnd er leidd af Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi og einum þekktasta fuglaljósmyndara Íslands. Með honum sátu í nefndinni Daniel Bergmann, ljósmyndari og Örlygur Kristfinnsson myndlistarmaður og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
Á laugardaginn klukkan 14:00 fer athöfnin fram og hlýtur þá einn heppinn ljósmyndari eina milljón íslenskra króna í reiðufé fyrir þá mynd sem dómnefndin hafur valið í fyrsta sæti Fugl fyrir milljón 2012.
Allir velkomnir.
Fugl fyrir milljón var fyrst haldin árið 2010 og stóð Hótel Brimnes þá
fyrir keppninni, árið 2012 gekk Rauðka síðan í lið með hótelinu og
keppnin var haldin í annað sinn. Keppendum fjölgaði töluvert og var
keppnin bæði harðari og fjölbreyttari fyrir vikið og myndefnið kom víðar
að. Þannig mátti sjá myndir teknar á flest öllum eyjum svæðisins
kringum Tröllaskaga, sem sýnir hvað Fuglaljósmyndarar eru til í að
leggja mikið á sig við að ná hinni gullnu mynd. Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Dómnefnd er leidd af Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi og einum þekktasta fuglaljósmyndara Íslands. Með honum sátu í nefndinni Daniel Bergmann, ljósmyndari og Örlygur Kristfinnsson myndlistarmaður og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
Á laugardaginn klukkan 14:00 fer athöfnin fram og hlýtur þá einn heppinn ljósmyndari eina milljón íslenskra króna í reiðufé fyrir þá mynd sem dómnefndin hafur valið í fyrsta sæti Fugl fyrir milljón 2012.
Athugasemdir