Fyrsti kirkjuskólinn árið 2014
sksiglo.is | Almennt | 24.01.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 278 | Athugasemdir ( )
Fyrsti kirkjuskólinn var sunnudaginn 19. janúar
Vel var mætt í fyrsta kirkjuskóla ársins og borðin svignuðu undan
ávöxtunum þegar farið var upp í safnaðarheimili eftir sönginn hjá Sigga presti og börnunum.
Næsta sunnudag lofa Siggi prestur, Rut, Viðar og fermingarbörn að hafa
sólarpönnukökur og allskonar fyrir svanga kirkjuskólagesti, bæði foreldra og börn.
Kirkjuskólinn byrjar kl. 11:15
Að sjálfsögðu tók ég nokkrar myndir í kirkjuskólanum sem
eru hér fyrir neðan.
Þessi var alveg ótrúlega flottur með hattinn.
Viðar er alltaf hress.
Rut að syngja með.
Siggi greinilega búin að ná góðri tengingu.
Gunna Finna var hæst ánægð með veitingarnar sem voru aðalega ávextir.
Sigrún Þórleifs var mætt en ég sá hins vegar Eyjó pípara ekkert á svæðinu.
Guðmundur Gauti er duglegur að mæta og hann er mættur um leið og hann sér mig með myndavélina og heimtar að ég smelli af einni
mynd.
Rut með súkkulaðiskálina. Sandra Finns þarna til hægri með nokkra epla-bita.



Athugasemdir