Græni malarvöllurinn og gráa tjaldsvæðið
sksiglo.is | Almennt | 19.08.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1105 | Athugasemdir ( )
Malarvöllurinn að verða grænn og tjaldsvæðið að hluta til orðið grátt.
Gamli malarvöllurinn er að taka á sig nýja mynd.
Hann er að taka á sig græna mynd og á vafalaust eftir að verða mun
fallegra að sjá hann svona í stað þess að sjá mölina og rykið sem af mölinni kemur.
Svo er önnur ansi hreint skemmtileg breiting hérna á Sigló, en hún
er sú að tjaldsvæðið er orðið mun snyrtilegra með tilkomu þess að það er komin möl á hluta tjaldsvæðis og er
þá mjög líklega ætlað frekar fyrir húsbíla.
Flott þróun í malar og gras málum á Siglufirði.
Hér geti þið séð græna malarvöllinn.



Og svo gráa tjaldsvæðið.



Athugasemdir