Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf
sksiglo.is | Almennt | 26.11.2012 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 269 | Athugasemdir ( )
Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf í júlí s.l. frá nemendum fæddum 1962 og voru í skólanum á Siglufirði á árunum 1969-1978.
Gjöfin var ætluð til kaupa á kennslugögnum til að efla skákkennslu í skólanum.
Nú hefur upphæðinni verið varið til kaupa á skáksettum og skákklukkum.
Á næstunni hefst skákkennsla í bekkjunum við Norðurgötu Siglufirði og á nýju ári við Tjarnarstíg Ólafsfirði, nú þegar er skák kennd sem valgrein í unglingadeildinni við Hlíðarveg.
Myndin er frá því í sumar þegar fulltrúar árgangsins þær Agnes Þór Björnsdóttir og Dagmar Jensdóttir afhentu Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra gjafabréf.

Gjöfin var ætluð til kaupa á kennslugögnum til að efla skákkennslu í skólanum.
Nú hefur upphæðinni verið varið til kaupa á skáksettum og skákklukkum.
Á næstunni hefst skákkennsla í bekkjunum við Norðurgötu Siglufirði og á nýju ári við Tjarnarstíg Ólafsfirði, nú þegar er skák kennd sem valgrein í unglingadeildinni við Hlíðarveg.
Myndin er frá því í sumar þegar fulltrúar árgangsins þær Agnes Þór Björnsdóttir og Dagmar Jensdóttir afhentu Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra gjafabréf.
Athugasemdir