Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf

Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf í júlí s.l. frá nemendum fæddum 1962 og voru í skólanum á Siglufirði

Fréttir

Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf

Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf í júlí s.l. frá nemendum fæddum 1962 og voru í skólanum á Siglufirði á árunum 1969-1978. 

Gjöfin var ætluð til kaupa á kennslugögnum til að efla skákkennslu í skólanum.


Nú hefur upphæðinni verið varið til kaupa á skáksettum og skákklukkum. 
Á næstunni hefst skákkennsla í bekkjunum við Norðurgötu Siglufirði og á nýju ári við Tjarnarstíg Ólafsfirði, nú þegar er skák kennd sem valgrein í unglingadeildinni við Hlíðarveg. 

Myndin er frá því í sumar þegar fulltrúar árgangsins þær Agnes Þór Björnsdóttir og Dagmar Jensdóttir afhentu Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra gjafabréf.



Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst